Ég gerði aðra tilraun til brauðbaksturs þar sem þetta gekk svo vel seinast. Í þetta sinn breytti ég aðeins út frá uppskriftinni. Gerði þó aftur aðeins hálfa uppskrift og í þetta sinn urðu úr því tvo falleg brauð. Notaði 2 cups af brauðhveiti og rúmlega 1/2 cup af kornblöndu. Og í stað þess að nota venjulegan sykur þá notaði ég hrásykur og aðeins meira af salti en uppskriftin segir til um. Og útkoman var frábær. Á sko eftir að prófa þetta enn betur með fleiri útgáfum, rúsínur eru þar ofarlega á lista.
Um kvöldið útbjó ég síðan Honey spiced kjúklinginn. Var nú soldið stressuð þegar ég las uppskriftina betur, matskeið af chili og slatti af cayanne pipar ásamt öllu hinu. En þetta varð ekkert svo kryddað. Var með úrbeinuð læri, hefði örugglega verið betra ef þau hefðu enn verið með beini. Með þessu hafði ég kartöflur sem ég forsauð soldið, aðallega þar sem ég er óþolinmóð og nennti ekki að elda þær í tæpa klst. Skar þær svo niður og velti þeim upp úr olíu sem ég var búin að krydda með hvítlauk, salti, pipar, þurrkaðri steinselju og fullt af þurrkuðu rósmarín. Setti þetta svo í ofninn á rúmlega 200 með blæstri eins lengi og ég nennti, sem hefði mátt vera lengur. Salat, hvítlaukssósa og páskabjór toppuðu svo þetta alveg.
Já og ég prófaði líka Nutella smákökurnar. Þær voru fínar, ekkert nýjasta uppáhaldið en ok.
Á sunnudeginum var 11 ára innflutningsafmæli okkar í húsið. Því var tilvalið að eiga eitthvað gott með kaffinu. Ætlaði að úbúa pönnukökur á dásamlega eldgömlu pönnukökupönnunni hennar tengdamömmu sem sennilega var einnig frá tengdamömmu hennar, en átti ekki nóga mjólk. Því dróg ég fram smjördeig úr frystinum. Á alltaf nokkra pakka af því. Flatti það út, skar í ferninga og þríhyrninga, stráði súkkulaði hnöppum á og rúllaði upp. Penslaði svo með eggi og bakaði á rúmlega 200 með blæstri þar til gullin. Þetta klikkar aldrei. Nammi namm. Mæli sko með þessu.
No comments:
Post a Comment