Tuesday, March 11, 2014

Tilraun til að fegra makkarónur

Í ljósi mikillar umræðna á mínum vinnustað um hvort makkarónugrautur sé matur eða ei, þá ákvað ég að prófa uppskrift að goulash með makkarónum og hakki. Á ferð minni um netheima um helgina komst ég að því að mjög algengt er að hakk sé notað í gúllas sem kemur mér á óvart þar sem gúllas í mínum huga er alltaf kjötbitar.
Anyways, aftur að makkarónunum, í pott fór brúnað hakk, brúnaður laukur, hvítlaukur, dós af tómatsósu og önnur af heilum kirsuberjatómötum, vatn,soyasósa, krydd og lárviðarlauf. Og makkarónurnar. Að vísu áttu þær að fara eitthvað síðar í pottinn en ég missti af þeirri línu i leiðbeiningunum. Svo voru fyrirmæli um að setja sýrðan rjóma útá þegar á diskinn var komið.
Þessi uppskrift hefur marga möguleika, en ég myndi breyta henni helling ef ég elda eftir henni aftur. En hugmyndin er góð. Fannst vanta sætukeim. En það er hellings afgangur, dugar Sigga örugglega tvisvar í hádeginu. Annars sá ég líka fyrir mér að nýta afganginn þannig að setja hann í eldfast form og setja kartöflumús með rifnum osti í, ofaná og baka þannig í ofni.
En þökk sé Sigga þá er til mynd af dinner gærdagsins:

No comments:

Post a Comment