Um helgina prófaði ég tvær uppskriftir af budgetbytes.com. Á laugardagskvöldinu eldaði ég Auðvelda sesam kjúklinginn sem ég hafði sett undir uppskriftir sem mig langar að prófa. Og niðurstaðan var sú að uppskriftin færðist úr því sem mig langaði að prófa og í uppskriftir sem mér líkar VEL. Að vísu myndi ég breyta henni aðeins (kemur ekki á óvart). Fannst sósan of þykk og ekki nóg af henni. Því held ég að með að sleppa maís mjölinu þá þykkni sósan ekki alveg svona mikið. Ég var voða skipulögð í síðasta verslunarleiðangri og var búin að undirbúa mig fyrir að elda eftir þessari uppskrift og var því búin að skrifa hjá mér að kaupa bæði Rice vinegar og Sesame Oil. En klikkaði á stóra atriðinu og varð uppiskroppa með soyja sósu í miðjum undirbúiningi. Þá var gott að hafa mágkonu í nágrenninu og eiginmaðurinn snögglega sendur yfir götuna til að fá lánað. Restinni var svo skilað ásamt bragðprufu sem líkaði víst vel. Tók mynd af herlegheitunum en hún, þ.e. myndin er ekkert sérstök en fær þó að fylgja hér með.
Á sunnudagskvöldinu kryddlagði ég folaldakjöt í kryddlegi sem er unir Balsamic beef kebabs á Budget bytes. Við vorum sátt við þá uppskrift og verður henni bætt hér undir "líkar VEL" liðinn.
Svo er ég búin að finna næstu uppskrift á Budget bytes sem ég ætla að prófa, Honey spiced chicken. Stefni að því á morgun. Wish me luck :-)
No comments:
Post a Comment