Saturday, March 15, 2014

Kjúlli og grænmeti saman í kryddbaði

Stundum nenni ég ekki að standa í neinum stórræðum í eldhúsinu en langar samt í góðan mat þá er gott að eigakjúkling og pakkningu af "Bag´n Seasons" frá McCormik. Sker niður nokkrar kartöflur, lauk og gulrætur, set í eldfast form (með loki). Ég sker kjúklinginn yfirleitt í tvennt og krydda með mixinu úr pakkningunni. Um daginn fékk ég kjúkling sem var barar um 1.1. kg þannig ég hafði hann heilann. Skelli svo kjúllanum ofan á grænmetið og öllu því kryddi sem gæti verið eftir og set inn í ofn og elda ca 1 klst. eða eftir stærð kjúklingsins.  Þetta er alltaf mjög vinsælt hér, og þetta er svona matur sem manni líður vel á að borða. Það skemmdi ekki um daginn að eiga heimabakað brauð með til að ná upp öllum safanum, ummmmm.
Og þar sem tekin var mynd af herlegheitunum fær hún að fylgja hér með.


Það eru stórar fyrirætlanir varðandi matargerð helgarinnar. Í kvöld ætla ég að prófa Sesam kjúklinginn sem er hér vinstramegin undir Uppskr. sem ég ætla að prófa.  Sú uppskrift er inni á budgetbytes.com og þar er ég búin að sjá margt sem mig langar að prófa. Held að sunnudagsmaturinn verði líka eftir uppskrift þaðan, Balsamik grillpinnar. Svo langar mig að prófa meira brauð, baka nokkrar kökur og og og...  En það þarf víst að gera eitthvað fleira á þessu heimili þannig við sjáum til. Góða helgi.

No comments:

Post a Comment