Já, þetta telst til tíðinda. Mig hefur lengi langað til að baka brauð en aldrei treyst mér til þess né nennt því þar sem allar uppskriftir gera ráð fyrir hefun í allt of margar klukkustundir til að ég hafi þolinmæði til þess. Og svo hefur mér oftast fundið heimabakað brauð ekkert of bragðgott. En ég útbý þó alltaf mína eigin pizzabotna, þökk sé Nönnu Rögnvaldar (uppskriftin mín er semsagt frá henni komin).
En í þessu matarbloggs/uppskriftaprufu/ævintýramennsku minni þá ákvað ég að leita mér að uppskrift af brauði sem væri fljótlegt. Fann nokkrar uppskriftir en það sem olli því að þessi tiltekna uppskrift var valin var að við hana voru fjöldamörg comment frá fólki sem hafði prófað og þeim gekk líka svona vel að allir ætluðu að baka brauðið aftur. Þannig ég dreif mig í þessu. Og viti menn, brauðið heppnaðist svona frábærlega og ég verð sko í þeim hópi sem á eftir að baka eftir þessari uppskrift aftur. Auk þess að nú hef ég náð mér í smá öryggi og ætla að prófa að gera tilraunir í brauðbakstri.
Og með brauðinu ákvað ég að hafa pastarétt með rækjum, uppskrift sem ég fann á netinu líka. Á örugglega eftir að fylgja þeirri uppskrift aftur, en þó með slatta af breytingum.
No comments:
Post a Comment