Í kvöld eldaði ég kjúkling mexico style.
Var með heilan kjúkling sem ég skar í tvennt (hefði verið betra að hluta hann meira niður eða vera bara með læri), setti í eldfastform ásamt papriku- og laukstrimlum. Sett síðan eina krukku af taco sósu, medium, í skál og hrærði saman við ca 1/4 l af matreiðslurjóma og salti og pipar. Hellti þessu yfir og setti lok yfir formið og eldaði í ofni. Muldi síðan Doritos saman við rifinn ost og dreifði yfir kjúklinginn og setti inn í ofn, án loks, síðustu ca 10 mín. Bar fram með salati, gúrkum og tómötum ásamt sýrðum rjóma. Heppnaðist bara vel og vil ekki gleyma þessu og því er þetta komið hér inn.
No comments:
Post a Comment