Þegar hugmyndaflugið er ekki til staðar og nenna til matagerðar engin þá er einn réttur sem aldrei klikkar, um það erum við hjónin sammála. Kjúklingabringur eða gúllas (naut eða folald) steikt á pönnu, kryddað m. salt, pipar og ítalskri hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum. Síðan er paprika og blaðlaukur skorin niður í lengjur og bætt á pönnuna þegar kjötið er steikt. Ef ég á eitthvað annað grænmeti, s.s. sveppi eða courgette þá bæti ég því við. Það er ótrúlegt "soð" sem kemur þegar paprikurnar og laukurinn steikist með kjötinu, jummí. Þetta ber ég fram með soðnum hrísgrjónum og kaldri hvítlaukssósu sem á þessu heimili er hrærð saman við grjónin. Ég er örugglega oft soldið fyndin sjón í Bónus þegar ég tek "turn" af hvítlaukssósudósum úr hillunni og raða fallega (hahaha) í körfuna mína. Ég kaupi þessa frá Nonna, var áður frá að mig minnir Kjarnafæði. Eftir margar bragðprufur þá er sko þessi uppáhalds á þessu heimili, næstum með hverju sem er. Hef meira að segja sett hana út í túnfisksalat og á túnfiskpizzu (áður en hún er bökuð :-) Svo er hún alltaf vinsælust með gúrku sem meðlæti. ...villtist af leið með hvítlaukssósunni.... ætlaði að bæta við að í gær var kjúklingur eldaður á fyrrgreindan hátt og þegar kjúklingurinn og grænmetið var búið var enn soð á pönnunni og ég skellti afganginum af hrísgrjónunum þar á. Sagði svo eiginmanninum að hræra út einu eggi og bæta út í þetta og steikja á pönnu ásamt einhverju öðru sem hann finndi í ísskápnum, og borða í hádegismat. Á eftir að hitta hann og fá fréttir af hvernig smakkaðist.
Í kvöld er folaldagúllas. Veit ekki enn hvernig ég matreiðið það í þetta sinn. Sennilega endar það þó í brúnni sósu með kartöflum. Gamaldags mömmumatur sem klikkar aldrei.
No comments:
Post a Comment