Þennan sunnudaginn vorum við vöknuð óvenju snemma (f.hádegi :-) sem þýddi að um eitt leitið var ég orðin svöng. Fór því að gramsa í búrinu og ísskápnum og fékk þá hugmynd að búa til möffins/múffur, ósætar þó. Og grunnuppskriftina fann ég í einni af dásamlegu uppskriftabóknum sem eiginmaðurinn hefur gefið mér. Í þetta sinn var það bókin Smáréttir Nönnu sem geymdi grunnuppskriftina af múfun. Uppskriftin er einföld, hveiti, lyftiduft, matarsóti, salt, egg og mjólk. Ég átti að vísu ekki mjólk en á alltaf birgðir af kaffirjóma, hann kom því í staðinn. Í degið setti ég nokkrar sneiðar af smátt skorinni skinku, 1 smátt skorinn vorlauk, slatta af ný rifnum parmesan, smá af þurrkaðri basiliku og svartan pipar. Við vorum alveg himilifandi yfir útkomunni og erum strax farin að plana frekar útfærslur af svona múffum. Að sjálfsögðu tók ég mynd,
Svo er næst á dagskrá að hræra í eitt brauð. Er ekkert smá ánægð með þessa brauð uppskrift sem ég fann. Hlakka svo til að borða nýbakað brauð með gúllassúpunni sem verður í kvöldmat.
La vita é bella
No comments:
Post a Comment