Monday, March 24, 2014

Afrakstur helgarinnar

Ég gerði aðra tilraun til brauðbaksturs þar sem þetta gekk svo vel seinast. Í þetta sinn breytti ég aðeins út frá uppskriftinni. Gerði þó aftur aðeins hálfa uppskrift og í þetta sinn urðu úr því tvo falleg brauð. Notaði 2 cups af brauðhveiti og rúmlega 1/2 cup af kornblöndu. Og í stað þess að nota venjulegan sykur þá notaði ég hrásykur og aðeins meira af salti en uppskriftin segir til um. Og útkoman var frábær. Á sko eftir að prófa þetta enn betur með fleiri útgáfum, rúsínur eru þar ofarlega á lista.
Um kvöldið útbjó ég síðan Honey spiced kjúklinginn. Var nú soldið stressuð þegar ég las uppskriftina betur, matskeið af chili og slatti af cayanne pipar ásamt öllu hinu. En þetta varð ekkert svo kryddað. Var með úrbeinuð læri, hefði örugglega verið betra ef þau hefðu enn verið með beini. Með þessu hafði ég kartöflur sem ég forsauð soldið, aðallega þar sem ég er óþolinmóð og nennti ekki að elda þær í tæpa klst. Skar þær svo niður og velti þeim upp úr olíu sem ég var búin að krydda með hvítlauk, salti, pipar, þurrkaðri steinselju og fullt af þurrkuðu rósmarín. Setti þetta svo í ofninn á rúmlega 200 með blæstri eins lengi og ég nennti, sem hefði mátt vera lengur. Salat, hvítlaukssósa og páskabjór toppuðu svo þetta alveg.
Já og ég prófaði líka Nutella smákökurnar. Þær voru fínar, ekkert nýjasta uppáhaldið en ok.

Á sunnudeginum var 11 ára innflutningsafmæli okkar í húsið. Því var tilvalið að eiga eitthvað gott með kaffinu. Ætlaði að úbúa pönnukökur á dásamlega eldgömlu pönnukökupönnunni hennar tengdamömmu sem sennilega var einnig frá tengdamömmu hennar, en átti ekki nóga mjólk. Því dróg ég fram smjördeig úr frystinum. Á alltaf nokkra pakka af því. Flatti það út, skar í ferninga og þríhyrninga, stráði súkkulaði hnöppum á og rúllaði upp. Penslaði svo með eggi og bakaði á rúmlega 200 með blæstri þar til gullin. Þetta klikkar aldrei. Nammi namm. Mæli sko með þessu.


Tuesday, March 18, 2014

Uppáhalds sem aldrei klikkar

Þegar hugmyndaflugið er ekki til staðar og nenna til matagerðar engin þá er einn réttur sem aldrei klikkar, um það erum við hjónin sammála. Kjúklingabringur eða gúllas (naut eða folald) steikt á pönnu, kryddað m. salt, pipar og ítalskri hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum. Síðan er paprika og blaðlaukur skorin niður í lengjur og bætt á pönnuna þegar kjötið er steikt. Ef ég á eitthvað annað grænmeti, s.s. sveppi eða courgette þá bæti ég því við. Það er ótrúlegt "soð" sem kemur þegar paprikurnar og laukurinn steikist með kjötinu, jummí. Þetta ber ég fram með soðnum hrísgrjónum og kaldri hvítlaukssósu sem á þessu heimili er hrærð saman við grjónin. Ég er örugglega oft soldið fyndin sjón í Bónus þegar ég tek "turn" af hvítlaukssósudósum úr hillunni og raða fallega (hahaha) í körfuna mína. Ég kaupi þessa frá Nonna, var áður frá að mig minnir Kjarnafæði. Eftir margar bragðprufur þá er sko þessi uppáhalds á þessu heimili, næstum með hverju sem er. Hef meira að segja sett hana út í túnfisksalat og á túnfiskpizzu (áður en hún er bökuð :-)   Svo er hún alltaf vinsælust með gúrku sem meðlæti. ...villtist af leið með hvítlaukssósunni.... ætlaði að bæta við að í gær var kjúklingur eldaður á fyrrgreindan hátt og þegar kjúklingurinn og grænmetið var búið var enn soð á pönnunni og ég skellti afganginum af hrísgrjónunum þar á. Sagði svo eiginmanninum að hræra út einu eggi og bæta út í þetta og steikja á pönnu ásamt einhverju öðru sem hann finndi í ísskápnum, og borða í hádegismat. Á eftir að hitta hann og fá fréttir af hvernig smakkaðist.

Í kvöld er folaldagúllas. Veit ekki enn hvernig ég matreiðið það í þetta sinn. Sennilega endar það þó í brúnni sósu með kartöflum. Gamaldags mömmumatur sem klikkar aldrei.

Nýjustu tilraunirnar

Um helgina prófaði ég tvær uppskriftir af budgetbytes.com. Á laugardagskvöldinu eldaði ég Auðvelda sesam kjúklinginn sem ég hafði sett undir uppskriftir sem mig langar að prófa. Og niðurstaðan var sú að uppskriftin færðist úr því sem mig langaði að prófa og í uppskriftir sem mér líkar VEL. Að vísu myndi ég breyta henni aðeins (kemur ekki á óvart). Fannst sósan of þykk og ekki nóg af henni. Því held ég að með að sleppa maís mjölinu þá þykkni sósan ekki alveg svona mikið. Ég var voða skipulögð í síðasta verslunarleiðangri og var búin að undirbúa mig fyrir að elda eftir þessari uppskrift og var því búin að skrifa hjá mér að kaupa bæði Rice vinegar og Sesame Oil. En klikkaði á stóra atriðinu og varð uppiskroppa með soyja sósu í miðjum undirbúiningi. Þá var gott að hafa mágkonu í nágrenninu og eiginmaðurinn snögglega sendur yfir götuna til að fá lánað. Restinni var svo skilað ásamt bragðprufu sem líkaði víst vel.  Tók mynd af herlegheitunum en hún, þ.e. myndin er ekkert sérstök en fær þó að fylgja hér með.

Á sunnudagskvöldinu kryddlagði ég folaldakjöt í kryddlegi sem er unir Balsamic beef kebabs á Budget bytes. Við vorum sátt við þá uppskrift og verður henni bætt hér undir "líkar VEL" liðinn.

Svo er ég búin að finna næstu uppskrift á Budget bytes sem ég ætla að prófa, Honey spiced chicken. Stefni að því á morgun. Wish me luck :-)

Saturday, March 15, 2014

Kjúlli og grænmeti saman í kryddbaði

Stundum nenni ég ekki að standa í neinum stórræðum í eldhúsinu en langar samt í góðan mat þá er gott að eigakjúkling og pakkningu af "Bag´n Seasons" frá McCormik. Sker niður nokkrar kartöflur, lauk og gulrætur, set í eldfast form (með loki). Ég sker kjúklinginn yfirleitt í tvennt og krydda með mixinu úr pakkningunni. Um daginn fékk ég kjúkling sem var barar um 1.1. kg þannig ég hafði hann heilann. Skelli svo kjúllanum ofan á grænmetið og öllu því kryddi sem gæti verið eftir og set inn í ofn og elda ca 1 klst. eða eftir stærð kjúklingsins.  Þetta er alltaf mjög vinsælt hér, og þetta er svona matur sem manni líður vel á að borða. Það skemmdi ekki um daginn að eiga heimabakað brauð með til að ná upp öllum safanum, ummmmm.
Og þar sem tekin var mynd af herlegheitunum fær hún að fylgja hér með.


Það eru stórar fyrirætlanir varðandi matargerð helgarinnar. Í kvöld ætla ég að prófa Sesam kjúklinginn sem er hér vinstramegin undir Uppskr. sem ég ætla að prófa.  Sú uppskrift er inni á budgetbytes.com og þar er ég búin að sjá margt sem mig langar að prófa. Held að sunnudagsmaturinn verði líka eftir uppskrift þaðan, Balsamik grillpinnar. Svo langar mig að prófa meira brauð, baka nokkrar kökur og og og...  En það þarf víst að gera eitthvað fleira á þessu heimili þannig við sjáum til. Góða helgi.

Wednesday, March 12, 2014

Ég gat bakað brauð

Já, þetta telst til tíðinda. Mig hefur lengi langað til að baka brauð en aldrei treyst mér til þess né nennt því þar sem allar uppskriftir gera ráð fyrir hefun í allt of margar klukkustundir til að ég hafi þolinmæði til þess. Og svo hefur mér oftast fundið heimabakað brauð ekkert of bragðgott. En ég útbý þó alltaf mína eigin pizzabotna, þökk sé Nönnu Rögnvaldar (uppskriftin mín er semsagt frá henni komin).
En í þessu matarbloggs/uppskriftaprufu/ævintýramennsku minni þá ákvað ég að leita mér að uppskrift af brauði sem væri fljótlegt. Fann nokkrar uppskriftir en það sem olli því að þessi tiltekna uppskrift var valin var að við hana voru fjöldamörg comment frá fólki sem hafði prófað og þeim gekk líka svona vel að allir ætluðu að baka brauðið aftur. Þannig ég dreif mig í þessu. Og viti menn, brauðið heppnaðist svona frábærlega og ég verð sko í þeim hópi sem á eftir að baka eftir þessari uppskrift aftur. Auk þess að nú hef ég náð mér í smá öryggi og ætla að prófa að gera tilraunir í brauðbakstri.
Og með brauðinu ákvað ég að hafa pastarétt með rækjum, uppskrift sem ég fann á netinu líka. Á örugglega eftir að fylgja þeirri uppskrift aftur, en þó með slatta af breytingum.

Tuesday, March 11, 2014

Tilraun til að fegra makkarónur

Í ljósi mikillar umræðna á mínum vinnustað um hvort makkarónugrautur sé matur eða ei, þá ákvað ég að prófa uppskrift að goulash með makkarónum og hakki. Á ferð minni um netheima um helgina komst ég að því að mjög algengt er að hakk sé notað í gúllas sem kemur mér á óvart þar sem gúllas í mínum huga er alltaf kjötbitar.
Anyways, aftur að makkarónunum, í pott fór brúnað hakk, brúnaður laukur, hvítlaukur, dós af tómatsósu og önnur af heilum kirsuberjatómötum, vatn,soyasósa, krydd og lárviðarlauf. Og makkarónurnar. Að vísu áttu þær að fara eitthvað síðar í pottinn en ég missti af þeirri línu i leiðbeiningunum. Svo voru fyrirmæli um að setja sýrðan rjóma útá þegar á diskinn var komið.
Þessi uppskrift hefur marga möguleika, en ég myndi breyta henni helling ef ég elda eftir henni aftur. En hugmyndin er góð. Fannst vanta sætukeim. En það er hellings afgangur, dugar Sigga örugglega tvisvar í hádeginu. Annars sá ég líka fyrir mér að nýta afganginn þannig að setja hann í eldfast form og setja kartöflumús með rifnum osti í, ofaná og baka þannig í ofni.
En þökk sé Sigga þá er til mynd af dinner gærdagsins:

Sunday, March 9, 2014

"Heimasmíðaður" kjúklingur með mexico style

Í kvöld eldaði ég kjúkling mexico style.
Var með heilan kjúkling sem ég skar í tvennt (hefði verið betra að hluta hann meira niður eða vera bara með læri), setti í eldfastform ásamt papriku- og laukstrimlum. Sett síðan eina krukku af taco sósu, medium, í skál og hrærði saman við ca 1/4 l af matreiðslurjóma og salti og pipar. Hellti þessu yfir og setti lok yfir formið og eldaði í ofni. Muldi síðan Doritos saman við rifinn ost og dreifði yfir kjúklinginn og setti inn í ofn, án loks, síðustu ca 10 mín. Bar fram með salati, gúrkum og tómötum ásamt sýrðum rjóma. Heppnaðist bara vel og vil ekki gleyma þessu og því er þetta komið hér inn.

Baskneska kjúklingapæið frá Hairy Bikers

Dásamleg uppskrift af kjúklingapæi með loki og allt. Prófaði hana og fannst pæið æðislegt og mun sko örugglega elda aftur. Hægt að gera vel tímanlega því fyllingin á að vera köld áður en lokið er gert og sett svo í ofninn í 30 mín. Mæli sko með þessu.
http://www.bbc.co.uk/food/recipes/basque_chicken_pie_70267



Kókoskjúklingur

Langar að prófa þetta:  Coconut Chicken w/sweet chili dipping souse  http://www.budgetbytes.com/2010/01/coconut-chicken-w-sweet-chili-dipping-sauce/