Tuesday, July 1, 2014

Lausn á hakkvandamálinu

Mér leiðist að elda úr hakki, finnst aldrei neitt gott verða úr því. Alltaf sama bragðleysisbragðið af hakki.
En einstaka sinnum heppnast mér að búa til eitthvað sæmilegt úr hakki, meira að einstaka, einstaka sinnum verður eitthvað gott til.  Svoleiðis var það í gærkvöldi.
Ég var búin að ganga um með þrumuský yfir hausnum því ég hafði takið hakk úr frystinum en langaði að borða eitthvað gott. Svo þegar eldamennskan var ekki flúin lengur, þá greip ég nokkrar matreiðslubækur og það var að sjálfsögu bók frá Nönnu Rögnvaldar sem kom mér til bjargar. Uppskrift af Fölskum héra sem ég breytti og stílfærði, aðallega skv. hennar hugmyndum.
Niðurstaða varð þessi:
Brauðrasp, 1stór laukur-smátt saxaður, 1/2 hvítlaukur smátt saxaður og slurkur af Parmesan osti (þessi rifni í dollunni) var hrært vel saman. Út í þetta setti ég hakkið, um 600 gr., 1 stórt egg, góðan slatta af Kryddi lífsins frá Pottagöldum, Herbamere salt, og pipar, ásamt soldið af smátt skorinni papríku. Öllu hrært vel saman og sett í eldfast form/mót sem ég var búin að bera olíu á. Sett inni í ofn, 200 gráður í ca 20 mín. Þá hitaði ég stórt glas af vatni, ca 250 ml. og sett einn kjötkraftstenging út í það og lét hann leysast upp. Þá tók ég formið úr ofninum, setti rifinn ost ofan á hakkið og hellti kjötsoðiðnu í kring. Inn í ofn aftur í ca 15 mín.
Á meðan skrædi ég kartöflur sem ég var búin að sjóða og setti í skál með smjöri og lét hitann af kartöflunum bræða smjörið. Bætti svo grófu salti á þegar ég bar þetta fram.
Svo var það sósan, ég lét hakkið á fat og skóf botninn á forminu til að ná öllu úr forminu og hellti því síðan í pott. Bætti slurk af vatni saman við og smá slettu af Worchestersire sósu. Þykkti með Maizena og bar fram.
Bauð upp á rifsberjasultu og grænar baunir með en hvoru tveggja var afþakkað. Kjötið, kartöflurnar og sósan voru perfect :-)
Ég tók að sjálfsögðu mynd af herlegheitnum. Og ætla að elda svona aftur.